
Sköpum okkar framtíð
Mannauðsráðgjöf
Mannauðsráðgjöf
20/20 Ráðgjöf býður upp á fjölbreytta mannauðsráðgjöf. Við vitum að gott getur verið að fá álit sérfræðings í einstaka mannauðsmálum. Þegar fyrirtæki standa frammi fyrir mannauðstengdum áskorunum geta þau sparað mikinn tíma og kostnað með því að leita eftir mannauðstengdri sérfræðiaðstoð. Þá tökum við einnig að okkur fyrirlestra og vinnustofur.
Teymisgreining
20/20 Ráðgjöf býður upp á viðurkennda hlutlausa greiningartækni við greiningu teyma og samsetningu þeirra. Rétt samsetning mannauðs, hugarfars og hæfni, er forsenda árangurs. Mörg af stærstu fyrirtækjum heims nýta slíkar greiningar við þróun mannauðs. Teymisgreining varpar skýrri mynd á samsetningu þíns teymis, fjölbreytileika þess og styrkleika. Öll teymi þurfa rétta samsetningu hugarfars og hæfni til aukinnar verðmætasköpunar.
Mannauðstjóri tímabundið
Vantar mannauðsstjóra til styttri eða lengri tíma. Oft er þörf á tímabundinni aðstoð í ákveðnum verkefnum í stað þess að ráða inn heilt stöðugildi. Timabundin mannauðsaðstoð hentar stofnunum, stórum fyrirtækjum og litlum og felur m.a. í sér aðstoð í stuðning við stjórnendur, samningagerð, aðstoð í kjaramálum og erfiðum starfsmannamálum.
Vinnustofur
20/20 Ráðgjöf býður upp á 1- 2 klst.vinnustofur með áherslu á samskipti, starfsanda og vellíðan m.a. “Sköpum okkar vinnustað”, “Vellíðan í starfi og leik”, “Gerð samskiptasáttmála” o.m.fl.