Sköpum okkar framtíð

Þjónusta sem 20/20 býður upp á

 

Mannauðsráðgjöf

20/20 Ráðgjöf býður upp á fjölbreytta mannauðsráðgjöf. m.a. “Mannauðsstjórnun í áskrift”. Við vitum að gott getur verið að fá álit sérfræðings í mannauðsmálum og oft er mikilvægt að fá tímabundna aðstoð í ákveðnum verkefnum í stað þess að ráða inn heilt stöðugildi. Þegar fyrirtæki standa frammi fyrir mannauðstengdum áskorunum geta þau sparað mikinn kostnað með tímabundinni sérfræðiaðstoð. “Mannauðsstjórnun í áskrift” hentar bæði stórum fyrirtækjum og litlum og felur m.a. í sér aðstoð í samningagerð og erfiðum starfsmannamálum. Þá tökum við einnig að okkur fyrirlestra og vinnustofur.

 

Teymisgreining

20/20 Ráðgjöf býður upp á viðurkennda hlutlausa greiningartækni við greiningu teyma og samsetningu þeirra. Rétt samsetning mannauðs, hugarfars og hæfni, er forsenda árangurs. Mörg af stærstu fyrirtækjum heims nýta slíkar greiningar við þróun mannauðs. Teymisgreining varpar skýrri mynd á samsetningu þíns teymis, fjölbreytileika þess og styrkleika. Öll teymi þurfa rétta samsetningu hugarfars og hæfni til aukinnar verðmætasköpunar.

Markþjálfun

20/20 Ráðgjöf býður upp á markþjálfun fyrir einstaklinga með það að leiðarljósi að aðstoða einstaklinga við að setja sér markmið og ná þeim. Í hverjum tíma er einblínt á það sem er efst í huga markþega hverju sinni og þarfnast lausna. Markþjálfun gengur út á að víkja burt hindrunum, koma auga á bestu lausnirnar og setja fram markmið með hámarksárangur að leiðarljósi. Markþjálfun er samtal milli markþega og markþjálfa þar sem notuð er sérstök spurningatækni sem tryggir farsælan árangur.

 

Breytingastjórnun

20/20 Ráðgjöf fylgist vel með nýjungum í stjórnun og veit að breyttir tímar kalla á breytta nálgun í stjórnun. Við aðstoðum fyrirtæki, stofnanir og teymi til að takast á við breytt vinnuumhverfi. Við höfum reynslu af stefnumótun, gildavinnu, innleiðingum og mótun framtíðarsýnar. Við veitum faglega aðstoð í tengslum við breytingar hvort sem um er að ræða stórar eða smáar breytingar, til skemmri eða lengri tíma. Þá bjóðum við upp á 1- 2 klst.vinnustofur með áherslu á samskipti og starfsanda m.a. “Sköpum okkar vinnustað”, “Vellíðan í starfi og leik”, “Gerð samskiptasáttmála” o.m.fl.